Hljómsveitin

PRIMA

— fyrir gott ball og ánægða dansgesti!

Um Hljómsveitina PRIMA



Hljómsveitina PRIMA skipa þeir Guðmundur Pálsson og Gunnar Kr. Sigurjónsson, en þeir hafa leikið fyrir dansi og söng hér heima og heiman í fjölda ára.

Guðmundur leikur á Gretsch-gítar, en Gunnar leikur á mjög fullkomið Ketron-hljómborð. Báðir syngja þeir félagarnir og draga hvergi af sér!

Hljómsveitin PRIMA tekur að sér tónlistarflutning við hvers kyns mannamót s.s. brúðkaup, árshátíðir, þorrablót, bæjarhátíðir, jólaböll og í rauninni flest það sem snýr að tónlist þegar fólk kemur saman til að gera sér glaðan dag.

Fjölbreytt efnisskrá er helsti hornsteinn að velgengni hennar, því með fjölbreyttu lagavali nær PRIMA að höfða til mismunandi aldurshópa og leika þá tónlist sem er viðeigandi hverju sinni.

Gott ball er ekki hrist fram úr erminni. Það krefst undirbúnings og ef hljómsveitin býr ekki yfir fjölbreyttu lagavali, er vandi á ferð.

Hljómsveitin PRIMA leikur mjög fjölbreytta danstónlist, eftir því hvernig samsetning salarins er. Meðal tónlistar má nefna rokk, Suður-Ameríska tónlist, gömlu dansana, kántrí og línudans, hringdansa, samvæmisdansa, diskó, swing og tjútt, popplög, sérdansa og gömlu góðu íslensku dans- og dægurlögin sem allir geta sungið með. En umfram allt, skemmtileg lög sem allir þekkja!

Einnig er í boði dinnertónlist og/eða fjöldasöngur, þar sem það hentar.

Þá geta þeir félagar séð um veislustjórn, skipulagningu, skemmtiatriði og útvegað húsnæði, svo dæmi séu tekin.

Diana

Diana

Hér er Hljómsveitin PRIMA að leika fyrir dansi á þorrablóti. Lagið er hið vel þekkta Diana, eftir Joe Sherman, sem bandaríski söngvarinn Paul Anka samdi texta við og gerði vinsælt árið 1957, þá aðeins 16 ára gamall. ...

Lesa meira …

Eina nótt

Eina nótt …

Það var hinn eini, sanni Kris Kristofferson sem samdi þetta lag, en íslenska textann samdi Jónas Friðrik Guðnason. Lagið kom fyrst út á íslensku með hinu sívinsæla Ríó tríói....

Lesa meira …

Komdu í kvöld

Komdu í kvöld

Hér er lag og texti Jóns Sigurðssonar bankamanns, sem Ragnar Bjarnason gerði frægt og er enn gríðarlega vinsælt sving-lag hjá dansfólki.  ...

Lesa meira …

María Ísabel

María Ísabel

Þetta lífseiga lag á Spánverjinn Luis Moreno, en Ásta Sigurðardóttir, eiginkona Ingimars heitins Eydal, samdi þennan suðræna texta sem svo sannarlega hefur slegið í gegn hér á Fróni, sem og annars staðar....

Lesa meira …

Þeir félagar hafa m.a. leikið fyrir:

Vitann Sandgerði, Hagstofu Íslands, Borgarstjórn Reykjavíkur, Flugmálafélag Íslands, Vagninn Flateyri, Players Kópavogi, Catalinu Kópavogi, ÍA Akranesi, Íþróttafélagið Reyni Sandgerði, Dalabúð Búðardal, Gjána Selfossi, Hjálparsveit Skáta Garðabæ, Bandalag íslenskra skáta, Komið og dansið Breiðholti, Hestamenn Kirkjubæjarklaustri, Hjónaklúbbinn Vogum Vatnsleysuströnd, Kaupþing, Hafnarfjarðarbæ, Tannlæknafélagið, Þorrablótsnefnd Skeiðahrepps, Flugfélagið Atlanta, Vatnsleysustrandarhrepp, Sjálfstæðisfélag Kópavogs, Sjálfstæðiskvennafélagið Eddu Kópavogi, Framsóknarfélag Kópavogs, Framsóknarfélag Kjósarsýslu, Íþróttafélagið Fram, Skátakórinn, Prentmet, Kiwanisklúbbinn Eldey Kópavogi, Eldeyjarkonur, Félag bílablaðamanna, Kiwanisklúbbinn Ölver í Þorlákshöfn, Karlakór Keflavíkur, Sjálfsbjargarhúsið, Félag eldri borgara Kópavogi, Félagsþjónustuna Kópavogi, Félag sauðfjárbænda í Dalasýslu, Landssamtök ITC á Íslandi, Flugmálafélag Íslands, Oddfellowstúkuna Egil á Akranesi, Færeyingafélagið í Reykjavík, Íslendingafélagið í Þórshöfn í Færeyjum, Kirkjugarða Reykjavíkur, Útfararstofu Kirkjugarðanna, Kópavogsbæ, Múlabæ, Oddfellowstúkuna Ingólf í Reykjavík, Slysavarnafélagið Björg á Eyrarbakka og fjölmarga fleiri aðila, auk ótal hamingjusamra brúðhjóna, afmælisbarna og veislugesta þeirra ...  

Staðir sem þeir hafa leikið á:

Silfurberg í Hörpu, Hljómahöllin í Reykjanesbæ, Hótel Ísland, Grand Hótel Reykjavík, Sunnusalur á Hótel Sögu, Hótel Loftleiðir, Höfði v/Borgartún, Félagsheimili Seltjarnarness, Hlégarður Mosfellsbæ, Nesjavellir, Úlfljótsvatn, Vagninn Flateyri, Gjáin Selfossi, Félagsheimilið Kirkjubæjarklaustri, Brautarholt á Skeiðum, Players Kópavogi, Lögreglusalurinn Reykjavík, Viðeyjarstofa Viðey, Garðaholt Garðabæ, Félagsheimili Kópavogs, Langisandur Akranesi, Tjald galdramannsins Skagafirði, Dalabúð Búðardal, Sexbaujan Seltjarnarnesi, Feiti dvergurinn Grafarvogi, Lionssalurinn Lundur Kópavogi, Samkomuhúsið Bíldudal, Fóstbræðraheimilið Langholtsvegi, Rúgbrauðsgerðin Borgartúni, Hestheimar Ásahreppi, Þórshöll Brautarholti, Golfskálinn Grafarholti, Farfuglaheimilið v/Víðistaðatún Hafnarfirði, Framhöllin, Tónlistarhúsið Ýmir Reykjavík, Félagsheimilið Sandgerði, Glaðheimar Vogum, Veitingahúsið Vitinn Sandgerði, Golfskálinn Hvaleyrarholti í Hafnarfirði, Lækjarbotnar, Danshöllin Drafnarfelli, Catalina Kópavogi, Skíðaskálinn Hveradölum, Glersalurinn Kópavogi, Hótel Selfoss, Ársel, Rafveituheimilið Elliðaárdal, Kiwanishúsið Kópavogi, Sjálfstæðissalurinn á Seltjarnarnesi, Garðakirkja, Ásmundarsafn, Hafið bláa v/Þorlákshöfn, Oddfellowhúsið við Vonarstræti, Hótel Glymur, Félagsheimilið Gullsmári Kópavogi, Félagsheimilið Gjábakki Kópavogi, Kornhlaðan Bankastræti, B36 boltafélag Þórshöfn í Færeyjum, Kriki við Elliðavatn, Súlnasalur á Hotel Nordica, Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka, Hörpuhornið, Norðurbryggja í Hörpu og fjölmargir aðrir staðir, bæði stórir og smáir.